Húsið

Austurbær býður upp á mjög fjölbreytta möguleika ef halda á viðburð.  Húsið er kjörið til að nýta fyrir ráðstefnur, tónleika, “kickoff”, fundi, vinnufundi, starfsmannafundi, danssýningar og allar gerðir af stórum sem smáum veislum.  Austurbær rúmar 520 manns í sæti og er á besta stað í bænum.

Salurinn er tilvalinn fyrir hljómsveitir, leikhússýningar, kóra, uppistand og í raun allt það sem hugmyndaflugið leyfir.

Húsið er búið sérhönnuðum ljósabúnaði sem hægt er stilla í ýmsum litbrigðum og búa þannig til þá stemmningu sem óskað er eftir. Hljóðið í Austurbæjar er rómað fyrir sérstaklega góð gæði. Allur grunn hljóð- og ljósabúnaður fylgir leigu á húsinu.

Í Austurbæ er afslöppuð stemmning. Margir listamenn hafa komið fram í húsinu og eru flestir ef ekki allir sammála að andinn í húsinu er einstakur. Á annarri hæð hússins er Silfurtunglið, því er auðvelt að nýta allt húsið fyrir stærri viðburði.

Eddan leikrit Eddu Björgvins var sýnt í Austurbæ veturinn 2015-2016. Húsið hentaði vel fyrir sýninguna þar sem léttleikinn er í fyrirrúmi í Austurbæ.

Veisluþjónustan okkar – meira hér. http://www.salir.is/index.php/is/skoda/1301