Sagan

Austurbær er sögulegt hús sem hýst hefur óteljandi viðburði.

mynd af borðinu…

 • Austurbær byggður 1945-1947
 • Formlega opnað 25.okt.
 • Stíll er Funkis.
 • Silfurtungið opnar 1955 en hættir 1975.
 • TheKinks spila í austurbæ í september 1965.
 • Fjórir tónleikar.
 • Þeir voru með Ludwig trommusett, Peavey söngkerfi,Vox magnara.
 • Unglingahljómsveitirnar Tempó og Bravó hita upp. Bravó byrjaði.
 • Sænska sjónvarpið var hér á sama tíma og tók upp brot af tónleikum.
 • Ljóshærð stúlka í myndbandi heitir Fríða Aradóttir, hárgr.kona.
 • TheKinks léku tvisvar sinnum á Íslandi árið 1965 og 1970.
 • Aðdáendur TheKinks á Íslandi voru kallaðir Kinksarar.
 • Á tónleikum TheKinks fótbrotnaði ein stelpa, þeir árituðu gipsið hennar seinna.
 • Sími Silfurtunglsins var 19611.
 • Kynnir á tónleikum TheKinks var Ómar Ragnarsson.
 • Austurbar var á fyrstu hæð Austurbæjar en innréttingar voru teiknaðar af Sveini Kjarval.
 • Austurbar opnar 1957.
 • TheKinks héldu blaðamannafund á hótel Borg 14. sept.
 • 1.maí 1957 var Tónaregn haldið í Austurbæ þar spiluðu TonyCrombieandhisrockets.
 • Sæmi rokk og Lóa aðal rokkparið. Héldu sýningar.
 • 10. okt 1957 KK sextettinn hélt 10 ára afmæli.
 • Í maí 1958 syngur Herald G. Haraldsson fyrst í Austurbæ.
 • 1958 kynnir KK kvartett nýjan söngvara sem heitir Sigurður (Siggi) Johnnie Þórðarson.
 • í apríl 1959 Ráðningastofa skemmtikrafta.
 • 1. maí 1959 spiluðu Thefivekeys í Austurbæ en það var fyrsta bandið sem flutt var inn frá USA.
 • 5. sept 1959 kom FrankieLymon til landsins.Fatagerð Ara Co. framleiddi sérstaka jakka sem fengust í Face og Fons í keflavík. (auglýst 8. sept)
 • Sagan segir að Jón leifs. hafi brotið Djúkboxið sem var á Austurbar.
 • Í febrúar 1965 spiluðu Theswingingbluejeans tvisvar sinnum í Austurbæ.
 • 12. mars 1965 kemur fyrsta bítlaplatan út Fyrsti kossinn.
 • Í júní 1965 spilaði hljómsveitin Dátar í fyrst sinn og það í Austurbæ.
 • RayDavis samdi hugsanlega lagið I´m onanislandþega hann var hér með kinks árið 1965.
 • Krakkar með sítt hár voru kallaðir Lubbarnir.
 • Í október 1966 komu Herman´s Hermits.
 • 1. feb. 1967 voru haldnir Bítlatónleikar sem enduðu rosalega.
 • 14-17. mars 1967 spiluðu Sven Ingvars band í Austurbæ.
 • 10. sept 1967 spilaði Flowers í fyrsta sinn og það í Austurbæ.
 • 1968 var haldið Unga kynslóðin 68.
 • 20. maí 1969 voru hljómsveitirnar Hljómar og Flowers formlega lagðar niður.
 • Sagan segir að þann 21. maí 1969 hafi hljómsveitin Trúbrot verið stofnuð við eitt borðið í Silfurtunglinu.
 • 27. júní 1969 spilaði Flowers í síðasta sinn og það í Austurbæ.
 • 27. febrúar 1973 var frumsýndur söngleikurinn JCS í Austurbæ en hljómsveitin Náttúra sá um tónlistina.