Silfurtunglið

Silfurtunglið er á annarri hæð á Austurbæ – þar er hægt að sitja til borðs og vera með standandi veislur. Í Silfurtunglinu komast 160 fyrir í sitjandi borðhaldi en miklu fleiri í standandi veislu.

Silfurtunglið var endurgert fyrir nokkrum árum siðan og er salurinn allur hinn glæsilegasti. Hann er á annarri hæð í Austurbæ á Snorrabraut og því á frábærum stað í bænum.  Salurinn leigist bæði út með og án veitingar, notkunarmöguleikarnir eru endalausir.

• Leigist út með eða án veitinga
• Frábær staðsetning
• Góður aðbúnaður til að halda góða veislu eða aðrar skemmtanir

Silfurtunglið hentar afar vel fyrir allar tegundir af veislum, skemmtunum, tónleikum, uppistandi, vinnuskemmtun og ýmsa aðra viðburði. Salurinn rúmar 150 -170 manns í sitjandi veislu en hann er einnig tilvalinn í minni veislur sem og stærri og þá standandi veislu.

Allt sem til þarf
Silfurtunglið er einnig tilvalinn undir tónleikahald og er fullkomið hljóðkerfi á staðnum sem listamenn geta nýtt sér. Ef vantar tónlistamenn, skemmtiatriði eða hvað sem þarf til að gera góða veislu þá getum við útvegað það sem til þarf að gera skemmtilegan viðburð.

Sagan
Silfurtunglið á Snorrabraut er staður sem á sér fornfræga sögu en hann var einn vinsælasti skemmtistaður bæjarins á árunum 1955 til 1975. Á þeim tíma stigu á svið margir af þekktustu tónlistarmönnum landsins og heimsins, en þar má nefna t.d. Flowers, Hljóma, Ævintýri, The Kinks og Herman´s Hermits.