Viðburðarþjónusta

Ef þig vantar aðstoð að halda viðburð þá vinna hjá Austurbæ vanir aðilar og geta aðstoðað við allt. Ertu með góða hugmynd? – en hefur ekki tíma eða mannafla til að framkvæma hana.  Við erum ekki bara með húsið – við erum með fólk sem sér um allan pakkann.

Veitingar
Oft, ekki alltaf, þarf að fæða fólk sem mætir á viðburð. Við erum með fyrrverandi landsliðskokk á okkar snærum, hann og félagi hans reka veisluþjónustu sem heitir Kaaper. Þeir eru alveg með þetta eins og sagt er. Bæði er hægt að koma með séróskir eða fyrirframákveðna matseðla senda. Við erum að mæla með strákunum. Ef þú ert með þitt eigið fólk í matnum – þá er það líka í góðu lagi.

Kynning
Flesta viðburði þarf að kynna. Ef enginn veit þá mætir enginn. Við höfum samband við þá aðila sem við á og kynnum viðburðinn, hvort sem það eru fjölmiðlar, samfélagsmiðlar, innanhúspóstar þá getum við gert það.

Sala
Tónleikar, leiksýningar eða aðrir viðburðir – við hjálpum til að fá fólk á staðinn.

Verkefnastýring
Þegar viðburður en haldinn þá þarf oft að halda mörgum boltum á lofti. Við erum nokkuð góð að halda boltum á lofti.