Viðburðir

Það er alltaf mikið líf í Austurbæ.  Enginn viðburður er okkur óviðkomandi því möguleikarnir í húsinu eru endalausir.

Í vetur voru tónleikar, leiksýningar, söngvakeppnir, fundir, vinnu….og margt annað.

EDDAN
Edda Björgvins,  Björgvin Franz og Bergþór Pálsson slógu í gegn í vetur í Eddunni sem sett var upp í Austurbæ. Það er skemmst frá því að nánast var uppselt á allar sýningarnar.

MOULAN ROUCE
Nemendafélag Verzlunarskóla Íslands setur á hverju ári upp söngleik. Þessir söngleikir hafa hvað eftir annað slegið í gegn og hafa hlotið lof bæði gagnrýnenda og sýningargesta. Í vetur sýndu nemendur Verzlunarskólans Moulan Rouce, sýningin var frábær og sýndar voru 10 sýningar.

JÓN JÓNSSON TÓNLEIKAR
Jón Jónsson hefur í nokkur ár verið með tónleika um jólin í Austurbæ. Tónleikarnir hafa ekki verið týpískir jólatónleikar þrátt fyrir að vera haldnir á þessum tíma. Síðustu jól hélt Jón fjóra tónleika, tvo með bróður sínum Frikka Dór. Uppselt var á alla tónleikana.

SKONROKK
Þakið ætlaði af Austurbæ þegar rokkararnir mættu í Austurbæ sl. mars. Við höfum sjaldan séð annað eins stuð í húsinu sem endaði með fullum dansandi sal af fólki á öllum aldri.

SÖNGVAKEPPNIR FRAMHALDSKÓLA
Nokkrir framhaldsskólar hafa verið með söngvakeppnina hjá okkur í vetur. Húsið er tilvalið í slíkan viðburð þar sem hljóð og ljósabúnaður er til staðar.

Blítt og Létt